16.1.2008 | 17:13
Áramótaheitin.
Hér i Danmörku var verið að vara fólk við að strengja áramótaheit. Væri mest til að auka á stressið í þjóðfélaginu sem væri alls ekki á bætandi. En umræðan var að engu síður mikil og svo spurði maður sjálfan sig, hvernig á maður nú helst að bæta sig á komandi ári. Já, af nógu er að taka.. eða , jú auðvitað væri hægt að taka á ýmsu en ég er svo góð við sjálfa mig, svo mitt áramótaheit er að vera ennþá betri við sjálfa mig.. það eykur örugglega heldur ekki á stressið.
Hafrún mín og Hjalti komu til okkar um helgina. Þau voru á Íslandi í jólafríinu, voru bæði að vinna þar. Svo er Hafrún að fara í 2ja vikna vinnuferð til Parísar og New York, alltaf mikið um að vera hjá henni. Henni líkar þetta vel. Það er frábært að geta fengið þau til okkar öðru hvoru, vildi bara að Adam minn væri líka hérna nálægt okkur, maður sér hann alltof sjaldan, en vona ég að hann kíki á okkur núna í vetur.
Atli átti að skifta um elevhjem núna eftir áramótin, en honum buðust aðrir dagar en hann var vanur að vera og það líkaði honum ekki, svo hann heldur áfram á gamla staðnum..
Annað gengur bara sinn vanagang, ég held karlinum ennþá hjá mér, þ.e. hann er ekki ennþá farin til Íslands til að mæta á vinnustaðinn sinn, og þar sem nú styttist í vetrafríið verð ég eiginlega að fá að hafa hann hér fram yfir það og svo þar á eftir verður haldið þorrablót og þá vil ég hafa hann hér og svona gengur þetta, get ekki séð að hann hafi yfirleitt möguleika til að komast burt.
Hef þetta ekki lengra núna, munið að vera góð við ykkur, og hvert annað!!
Knús frá Kolding.
3.1.2008 | 23:51
Gleðilegt árið 2008
og þökkum fyrir það liðna. Já og takk fyrir að skrifa til okkar á heimasíðunni, alltof svo gaman að fá kveðjur frá ykkur.
Við erum búin að hafa það mjög gott um hátíðarnar. Fórum í heimsóknir til Viborgar og Sönderborgar og áttum notalegar kvöldstundir með skemmtilegu fólki. Fengum svo til okkar vini og frændfólk til að fagna nýju ári. Og nú er hversdagurinn aftur tekin við með vinnu og skólum, en reyndar finnst mér nú bara ágætt þegar allir komast aftur í sína rútínu en vissulega er erfitt að snúa sólarhringnum aftur á réttan kjöl.
Svo vonum við að nýtt ár verði ykkur öllum gott og heillaríkt.
Hafið það sem best.
(bætti við myndum í jolaalbúmið fra jólum og áramótum)
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.1.2008 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2007 | 23:28
Gleðileg jól!
Þá er aðfangadagur á enda, og nú verður slappað af Merkilegt með þetta hjá mér að eiga alltaf helling eftir þegar kemur alveg að jólum en held líka bara að það sé hluti af stemmingunni. Börnin fengu fullt af gjöfum, aðalega fötum og eru alsæl, og við líka. Við brugðum útaf vananum með að borða rjúpu á aðfangadag og höfðum króndýrshrygg.-- og namm, allar líkur á að nú verði það tekið fram yfir rjúpurnar, krökkunum fannst þetta mun betra og okkur Már bara líka.
Að öðru leiti var þetta mjög hefðbundið hjá okkur, borðuðum kl. 7, þannig að klukkan var þá 6 heima og hlustuðum við á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin og á islenska guðþjónustu á meðan við sátum við matborðið, bara næstum eins og heima. Kannski ekki eins hefðbundið núna eftir miðnætti, þar sem ég sit fyrir framan tölvuna og Már dormar inní sófa, vant að vera omvent.....
Vonum að þið eigið góð og notalega jól og áramót. Knús og saknaðarkveðjur frá Kolding.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2007 | 21:20
Okkar kæru "vinir" !!
Við áttum góða daga med Helga og Hrönn. Hrönn náði sér sem sagt fljótt af veikindunum og lítur út fyrir að henni hafi ekki tekist að smita okkur, allavega hefur ekki borið á neinu ennþá. INNILEGA TAKK FYRIR SKEMMTILEGA DAGA !
Ég hef stundum velt fyrir mér, hvort eitthvað i fari okkar sé ástæða þess að allflestir sem við náum aðeins að kynnast flýta sér að flytja heim...?? Fyrst kynntumst við Hrefnu og Viggó, ég var ekki fyrr orðin örugg á að rata heim til þeirra en þau drifu sig i burtu, fyrst reyndar bara til Sjálands, en svo alla leið til Íslands. Svo Helgi og Hrönn, við Hrönn vorum sálufélagar i Sprogskólanum og áður en honum lauk voru þau líka farin heim!! Ottó og Þórunn héldu þó lengur út, þau voru hér i tvö ár og þekktu okkur eiginlega allan tíman, já þau voru nú bara eiginlega nokkuð seig, enn þau eru samt líka farin heim. Villi og Maja i Genner höfum við reyndar þekkt síðan áður en við fluttum út, þau voru sterklega að hugsa um að flytja heim, en ætla að bíta í skjaldarrendur og reyna að þrauka áfram... Og hún Birna mín, er orðin langþreytt á að búa ekki á Islandi, og íhugar álvarlega að láta slag standa og flytja líka, þó ekki sé komin nein tímasetning hjá henni. En vondandi eru þetta bara tilviljandir einar...
Atli og Ásdís hafa bæði verið heima i dag og í gær með einhverja kvefpest, ekkert þó slæma og Atli ætlar i skólann á morgum en Ásdís verður heima einn dag enn. Eiginmaðurinn þurfti svo að hitta læknir útaf öxlinni, hann er búinn að vera slæmur lengi i henni. Læknirinn hún Else, setti sig í Kínverjastellingu og stakk hann med nálum, já nálastugur ættu að virka og nú er hann með öðruvísi verki i öxlinni, en hún sagði honum að hann gæti þurft að koma aftur.
Og svo er að koma helgi, Hafrún og mín og Hjalti ætla að kíkja til okkar. Ætla ekki að reyna að lýsa fyrir ykkur hvað mér finnst yndislegt að hafa þau svona nálægt okkur. Verst að Adam minn sé svona langt í burtu en hann spjarar sig vel og vona ég að honum gangi vel í jólaprófunum í Vélskólanum.
En til ykkar allra, eigið góða helgi og vona þið eigið rólega og yndislega aðventu framundan...
22.11.2007 | 17:13
Aðeins um mat..
11.11.2007 | 13:08
Góð heimsókn...
Þó manni finnist lífið oft bara vera vinna, sofa, éta.... þá er nú alltaf nóg um að vera hjá okkur hér í Kolding. Í gær skruppum við til Nyborg, til að kíkja aðeins á skólann sem Atli verður kannski í næsta vetur. Hittum þar tvær konur sem við spjölluðum heilmikið við. Okkur líst nokkuð vel á þennan möguleika. Þarna eru núna um 80 krakkar og eru þau næstum öll í heimavist. Heimavistinni er skift upp, eftir hversu mikið aðhald og ró krakkarnir þurfa og svo eru stuðningaðilar sem "passa" uppá sinn skjólstæðing. Þessi skóli er á grunnskólastigi, þar sem þessir krakkar sem eru mikið heyrnarskert og eða heyrnarlaus þurfa oft fleiri ár til að klára skólaskyldu en við hin... og er unnið útfrá hvað hver og einn hugsar sér svo með framhaldskóla og viðkomandi studdur til að ná því markmiði.
Um síðustu helgi fengum við góða heimsókn frá Íslandi, þegar hún Hildur vinkona mín og frænka kom hingað með hann Styrmir (yngsta barn sitt) með sér. Oooo.... það var hreint frábært að fá þau. Við náðum þvílíkt að njóta okkar saman. Svona leið laugardagurinn: Við tvær byrjuðum á að fara í bæinn og versla smá.. svo var komið heim og borðað sushi með hvitvíni, svo fórum við tvær í langan gönutúr og komið heim og eldað og snætt með rauðvínslögg og svo var spilaður Skítakarl við börnin og allir skemmtu sér vel held ég. Þetta var algört svona við tvær sindrom og Már hugsaði vel um börnin á meðan. Þau héldu svo til Köben um hádegi á sunnudegi. Bara innilega takk fyrir góða helgi.
Og þar sem veðrið var svo gott, drifum við Már okkur í göngutúr með Ásdísi, Atli nennir nú ekki slíku. og eru hér nokkrar myndir frá þeim göngutúr.
http://picasaweb.google.com/ernaogmar/2007Haust
Og að lokum, hafið það sem allra best.
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.11.2007 kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2007 | 20:03
Börnin mín stór og smá...
... sem sagt yngri deildin. Við erun nefninlega búin að vera í foreldraviðtölum í skólunum. Í síðustu viku fórum við að hitta kennara Atla. Það er bara látið ljómadi vel af drengnum, það sem var eiginlega sett útá hjá honum var að hann er ekki nógu duglegur að tala dönskuna, vill frekar nota táknmálið og svo gleymir hann svolítið mikið að læra heima. Agavandamál eru ekki lengur vandamál og sama var uppá teningnum í elevhjem, og svo þykir hann bara nokkuð skemmtilegur og með góðan húmor. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta eiginlega stórmerkilegt miðað við hverning þetta gekk til heima, en það var oft hringt í mig daglega útaf einhverjum vandræðum með hann. Honum líður líka miklu betur, sjálfsmyndin hefur sem betur fer vaxið, og heldur vonandi áfram, og svo var okkur sagt að hitt kynið væri búið að uppgvöta hann, svo þá er að finna út hvernig maður tæklar það.??
Núna er Atli að byrja sína aðra viku i "brobyggning" þar sem hann er í tækniskólanum í Vejle. Hann hefur verið að smíða og finnst þetta bara spennandi. Hann er alla vikuna i elvehjem og tekur lestina á morgnana til Vejle með hinum bekkjafélögunum.
Svo er það hún Ásdís, þar gengur allt súper vel. Hún er í góðu jafnvægi, gengur vel að gera það sem fyrir þau er lagt. Dugleg að leika sér með öllum og ekki var talað um agavandmál hjá henni. En hún nennir ekki mikið að vera úti.
Hér er svo búið að færa klukkuna, þannig að nú er bara eins tíma munur á milli okkar og ykkar á Íslandi. Þetta klukkuvesen er nú bara til að rugla mann, allan daginn í gær vorum við að græða klukkutiíma þar sem við gleymdum alltaf öðruhvoru að tíminn væri breyttur og svo gátum við sofið klukkutíma lengur í morgun eða fannst það því það var eiginlega orðið bjart þegar við vöknuðum. En þetta er nefninlega það jákvæða, svo er allt á verri veg þegar klukkan verður svo færð fram í lok mars....
En komið nóg í bili. Hafið það sem best og passið ykkur á jólastessinu!!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 10:33
Laugardagsmorgunn... á náttfötunum
Ennþá á náttfötunum og er búin að vera að kíkja yfir myndir sem eru í vefalbúminu okkar og setja texta inná eitthvað á þeim. Ætla að láta fylgja með linkinn inná myndirnar ef ykkur langar að kíkja, en ætlunin er að setja ennog fleiri myndir þarna inn
Á meðan hefur verið opið fyrir sjónvarpið og síðasta klukkutímann hefur verið í sjónvarpinu efni fyrir heyrnalaus börn og ungmenni. Já, það er sannarlega mikill munur á hvað er í boði hér fyrir þennan hóp miðað við heima.
Annars er bara allt gott héðan. Ég tók mér frí frá vinnu í gær, (föstudag) ætlaði að gera eitthvað skemmtilegt með Ásdísi svona af tilefni haustfrísins, en lítið var úr því, er með einhverja kvefpest í mér og hundlöt, en við fórum samt í bæinn og hún fékk að kaupa sér buxur og peysu og kíktum svo að ganni inní eina heilsubúð og þar rákum við augun í skyr... Já, hér í Danmörku er framleitt skyr í ögologistu mjólkurbúi, sem er ager eftirlíking þess íslenska, svo að Ásdís þekkti umbúðirnar þegar hún sá það í búðinni. Eigum bara eftir að smakka...
Biðjum að heilsa í bili.
http://picasaweb.google.com/ernaogmar
12.10.2007 | 20:54
Ég er hýr og ég er rjóð.....
Jón er kominn heim.... reyndar Már. Já, hann er kominn aftur heim eftir rúmlega 3ja vikna veru á Íslandi. Við vorum orðin dálítið langleit eftir honum, en Ásdís fullyrti þó að hún saknaði pabba 100 x meira en ég, nú afhverju sagði ég, "jú afþví að hann er vinur minn". Jú, ekki skrítið, hún hefur margvísleg hlunnindi þegar hann er heima. Er t.d. sótt fyrr í SFÓ ið á daginn, þarf ekki að dröslast með móður sinni í matvörubúðina eða hvað það nú er sem þarf að flækjast og hefur aðgang, á stundum alla vega, að tölvuleik sem henni finnst voða spennandi. Svo spurði ég hana hvað við ættum nú að biðja pabba að koma með frá Íslandi. Hún var fljót að svara og bað um FISK...þanning að í vikunni sem er að líða erum við búin að fá soðin ÍSLENSKAN fisk, meira að segja með hamsatólg og alles og þar að auki flatkökur með hangikjöti. umm þetta bragðast ótrúlega vel. Auðvitað voru flatkökur í matpökkum okkar og þar á meðal mínum og á mánudaginn kjamsaði ég á minni flatköku í morgunmat í vinnunni og naut þess í botn. Ein sem vinnur með mér, kemur upprunalega frá Úkraínu, en hefur búið á Íslandi í 6 ár, og hér í Danmörku í rúmt ár, hún sló mér þó alveg við, þegar hún tók upp SÓMA samloku, alíslenska og auðvitað með hangikjöti og sagði að þetta væru bestu samlokur sem til væru og það í landi smurbrauðsins.
Núna eru svo börnin komin í haustfrí frá skólanum. Ásdís ætlar þó að mæta í SFÓ ið miðhlutan af vikunni, en Atli nýtur þess að vera í vikufríi, en strax eftir fríið fer hann í "brobyggning", sem er 4 vikna prufutímabil í Tækniskóla í Vejle og verður hann á meðan alveg í heimavist, en kemur samt heim um helgar, svo það verðu spennandi að sjá hvernig honum gengur í þessu.
En læt hér við sitja í kvöld.
Vona þið eigið góða helgi, og eins og alltaf hafið það sem allra best....