Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Froskar og flugur....

Þegar ég flutti hingað átti ég fyrst ansi erfitt með að venjast skordýralífinu hér, svo lærir maður að ekki þíðir að vera alltof smámunasamur og er svo komið að mér er orðið aldeildis sama þó nokkrir vefir hangi hingað og þangað um húsið, tek öðru hvoru ryksuguna og fæ ekki lengur gæsahús þegar ég sveiflast með hana um horn og loft, vorum nefninlega svo sniðug að kaupa ryksugu með axlaról...... (minnir mig alltaf á auglýsinu frá í gamladaga þegar var verið að auglýsa hárþurku hehe...) ... enn stundum  koma þó það stórar köngulær hér inn að ryksugunni verður ekki beitt.  Og það skeði nefninlega í vikunni.  Þar sem ég sat hér í rólegheitum og var í tölvunni, kom ein á harða hlaupum hér inn herbergisgólfið. Ég fraus og dró lappirnar að mér uppá stólinn og auðvitað stoppaði hún fyrir framan mig og góndi á mig, hafði sjálfsagt ekki séð lappalausa mannesku fyrr. Þar við sat góða stund, og vá hvað maður getur nú verið mikill aumingji. Svo ákvað vinkonan að halda áfram svo ég komst úr stólnum en ekki sat ég lengi í herberginu eftir þetta, en nú er hún hér á vappi einhversstaðar og ekki laust við að það trufli mig aðeins. Vona bara að minn ástkæri eiginmaður verði komin heim mér til bjargar ef hún skildi nú sýna sig aftur.

Svo í gærkvöldi var ég að taka úr þvottavélinni, þá hrökk ég í kút, því lítill forskur var kominn inní þvottahúsið og tók auðvitað heljarstökk þegar hann varð var við mig.  En þar sem Atli var nú heima kallaði ég á hann, og var hann snöggur að koma hefur sjálfsagt heyrt á rödd minni að nú væri eitthvað ekki í lagi.  Svo honum tókst að veiða froskinn í nestisdolluna sína og gaf honum líf með því að setja hann út í garð. 

Við vorum svo heppinn að engvir geitungar voru hér í haust, þökk sé rigningasumrinu mikla. En nóg er af mugg og sækir hann ferlega inní hús á haustin. Þetta eru nú meiri bölvuð kvikindin, stinga mann allt sumarið og halda svo að þau fái húsaskjól þegar fer að hausta.  En þær fá enga miskun hér og ég beiti minni ágætu ryksugu grimmt og Atli lætur ekki sitt eftir liggja í veiðiskapnum, en því miður er honum sama hvernig þær látast og þarf ég svo að þrífa líkin af þeim sem hafa smurst frekar ólekert á veggina hjá honum.

Jæja, ekki meiri skordýra og froskasögur í dag.

Eins og alltaf, hafið það sem  best.


Þessi vikan flogin

Já, á sama hraða og allar hinar. Við hér í Danmörkinni fengum ábót á sumarið um helgina með hita að 20 gráðum og þónokkri sól. Við Ásdís nýttum því sunnudaginn og kíktum í Lego land.  Þar er alltaf gaman að koma og fórum við í fyrsta skipti í þetta nýja Atlantis og var það mjög gaman.  Tækin í Lego landi freista  Atla ekki lengur, svo hann nennti ekki með.  Fór hins vegar til vinar síns og gær og gisti hjá honum og svo kom hann,  sá sami með Atla heim í dag og verða þeir svo samferða í skólan á morgum.

DSC00030Ásdís spurði mig í morgun  um hvenær helgin yrði búin, henni finnst svo gaman í skólanum að helgarnar eru of langar... úps og mér sem finnst þær alltof stuttar....

Svo erum við mæðgur svo heppnar að okkur er boðið í 7 ára afmæli á þriðjudagskvöldið til Moniku í Genner og það er allaf voða spennó..

Enn þangað til næst, hafið það sem best.


Réttir 2007

 En hvað tíminn flýgur. Ég ætlaði að vera miklu duglegri að skrifa inná síðuna, spurnig hvort það er tímaleysi eða bara leti.??

Hafrún mín og Hjalti skruppu til okkar um helgina, svo notalegt að fá þau.  Við höfðum það náðugt, létum hugann reika heim í smalamennskur og réttir, ekki laust að okkur langaði að vera þarW00t , fórum í göngutúra og skruppum svo aðeins niður á grensu, aðeins að kíkja í búð (ir).  Þau hafa nóg að gera í Köben. Hjalti vinnur við að mála og Hafrún selur fatnað. En nú er hann ekki second hand heldur spánýr hannaður af Henrik nokkrum Wilbskow og líklega fremur framandi fatnaður alla vega á minn mælikvarða.

Á morgum erum við Atli að fara á heyrnadeildina í Vejle í hans árlega eftirlit og á föstudag er okkur boðið í mat á heimavistina hans í Fredericia, svo útlit er fyrir að þessi vika renni hratt í gegn eins og flestar aðrar.

Um næstsíðustu helgi vorum við líka í Fredericia, þá var fjölskyldudagur í skólanum hans og var mætin þar kl. 9 á laugardagsmorgni byrjað á morgunmat svo var farið í fræðslu og skemmtiferð um bæinn og lauk þessu svo með hádegismat og fundi þar sem saman voru kennarar og foreldrar strákanna í bekknum.  Hreint stórfínn dagur það.

Nokkrar myndir í albúmi frá þeim degi.

 


Heimsókn úr sveitinni minni....

Síðasta dag júlí komu þau Hannes og Gugga með öll börnin sín og mömmu og Boða bróðir Guggu og um leið kom Atli Már úr sinni Íslands dvöl og hafði Magga vin sinn með sér.  Við fórum til Köben til að taka á móti þeim og eiga með þeim dag þar.  Þau dvöldu svo hjá okkur í viku og reyndum við bæði að flækjast og gera eitthvað skemmtilegt og jafnfram að hafa það rólegt og njóta góða veðursins í garðinum okkar.Smile

Hér er svo linkur á myndir af heimsókninni.

http://picasaweb.google.com/ernaogmar/2007Sumargestir

(gott að setja slædssjóv á)

Óskum ykkur svo góðrar helgar.


Komin með fastráðningu.

Jæja, þá er maður loksings búin að fá vinnu í Danmörkinni.  Er sem sagt fastráðin hjá Lemvigh og Muller fra 1. sept. en er búin að vinna þar sem vikar frá því fyrir síðustu jól. Hef verið í kreditordeildinni, og er ég að bera saman reikninga við pantanir. Þetta leit í fyrstu út fyrir að vera afskaplega einhæft, en smátt og smátt hefur starfið þróast ( í sama hlutfalli og mér tekst að skilja danina) þannig að það er nóg að gera og bara ágæt fjölbreytni í þessu.

Atvinnuástand í Danmörku hefur sjaldan verið betra, þannig að ég er voða heppin að vera hér á réttum tíma. 

Jæja, það var bara þetta i bili.  Hafrún mín var að koma innúr dyrunum svo ég ætla að nota tíman og spjalla við hana, en hún er í vinnuferð til Jótlands.... meira um það síðar.


Annasöm vika hjá fröken Ásdísi Magneu....

Nú er daman byrjuð í skólanum, hann var settur 13 ágúst og er hún voða ánægð með það.

Hún er alltaf búin í skólanum um hádegi og þá tekur við SF'O ið, sem er gæslan og þar er nóg að gera allan daginn.

Á miðvikudaginn fékk hún svo að hafa Mie með sér heim,sem er besta vinkonan,  á fimmtudaginn vorum við beðin um að taka Theu með úr SF'O, en hún er vinkona hennar sem býr hér í húsi beint á móti okkur, og þær skottast mjög mikið saman og svo á föstudaginn var henni boðið í afmæli til Mads, en mælst er til að reynt sé að taka allann bekkinn með í afmælisveislur á meðan þau séu svona lítil svo við séum ekki meðvitað að búa til stelpu og stráka hópa.  Ágæt tilmæli það.

DSC00039


Ferðalag sumarsins..

Í sumarfríinu ákváðum við að skella okkur i smá ferðalag.  Okkur langaði að komast í gott veður, orðin langþreytt á bleytunni hér, en þetta er með blautari sumrum í Danmöku og það blautasta i 27 ár.   Atli var kominn til sumafrísdvalar á Íslandi svo við 3 sem eftir vorum keyrðum suður í Alpana í  Þýskalndi og áttum alveg stórfína ferð.

Erum búin að setja ferðalagsmyndir inná netalbum, ef ykkur langar að kíkja.

http://picasaweb.google.com/ernaogmar/2007sumarfr

Vona svo að þið eigið góða helgi.

 

 

 


Komin i bloggsamfélagið

Hallo vinir nær og fjær....

Ætla að prufa að vera með sma blogg eða ekki blogg, sé til hvernig þetta vinnst.  En ef einhverjum finnst gaman að vita aðeins um hvað við bröllum her i Danmörkinni, þá hugsa ég mer að setja inn myndir og texta öðru hvoru.

Ekki var það nú meira að sinni......


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband