Komin með fastráðningu.

Jæja, þá er maður loksings búin að fá vinnu í Danmörkinni.  Er sem sagt fastráðin hjá Lemvigh og Muller fra 1. sept. en er búin að vinna þar sem vikar frá því fyrir síðustu jól. Hef verið í kreditordeildinni, og er ég að bera saman reikninga við pantanir. Þetta leit í fyrstu út fyrir að vera afskaplega einhæft, en smátt og smátt hefur starfið þróast ( í sama hlutfalli og mér tekst að skilja danina) þannig að það er nóg að gera og bara ágæt fjölbreytni í þessu.

Atvinnuástand í Danmörku hefur sjaldan verið betra, þannig að ég er voða heppin að vera hér á réttum tíma. 

Jæja, það var bara þetta i bili.  Hafrún mín var að koma innúr dyrunum svo ég ætla að nota tíman og spjalla við hana, en hún er í vinnuferð til Jótlands.... meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband