23.9.2007 | 20:31
Þessi vikan flogin
Já, á sama hraða og allar hinar. Við hér í Danmörkinni fengum ábót á sumarið um helgina með hita að 20 gráðum og þónokkri sól. Við Ásdís nýttum því sunnudaginn og kíktum í Lego land. Þar er alltaf gaman að koma og fórum við í fyrsta skipti í þetta nýja Atlantis og var það mjög gaman. Tækin í Lego landi freista Atla ekki lengur, svo hann nennti ekki með. Fór hins vegar til vinar síns og gær og gisti hjá honum og svo kom hann, sá sami með Atla heim í dag og verða þeir svo samferða í skólan á morgum.
Ásdís spurði mig í morgun um hvenær helgin yrði búin, henni finnst svo gaman í skólanum að helgarnar eru of langar... úps og mér sem finnst þær alltof stuttar....
Svo erum við mæðgur svo heppnar að okkur er boðið í 7 ára afmæli á þriðjudagskvöldið til Moniku í Genner og það er allaf voða spennó..
Enn þangað til næst, hafið það sem best.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ
Gaman að lesa bloggið frá ykkur, þá getur maður fylgst vel með héðan frá Íslandinu góða. Allt gott af okkur að frétta, Ottó farinn að vinna og ég í viðtölum og hafa það kósý þess á milli, og krakkarnir í skólanum. Síðan er helgin undirlögð í matarboði, og afmæli þannig að það er nóg að gera á bænum. En elskubestu Kolding vinir hafið það sem best um helgina, heyrumst síðar
Kveðja frá Kelduhvammsliðinu
Þórunn Ísleifsd (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.