Froskar og flugur....

Þegar ég flutti hingað átti ég fyrst ansi erfitt með að venjast skordýralífinu hér, svo lærir maður að ekki þíðir að vera alltof smámunasamur og er svo komið að mér er orðið aldeildis sama þó nokkrir vefir hangi hingað og þangað um húsið, tek öðru hvoru ryksuguna og fæ ekki lengur gæsahús þegar ég sveiflast með hana um horn og loft, vorum nefninlega svo sniðug að kaupa ryksugu með axlaról...... (minnir mig alltaf á auglýsinu frá í gamladaga þegar var verið að auglýsa hárþurku hehe...) ... enn stundum  koma þó það stórar köngulær hér inn að ryksugunni verður ekki beitt.  Og það skeði nefninlega í vikunni.  Þar sem ég sat hér í rólegheitum og var í tölvunni, kom ein á harða hlaupum hér inn herbergisgólfið. Ég fraus og dró lappirnar að mér uppá stólinn og auðvitað stoppaði hún fyrir framan mig og góndi á mig, hafði sjálfsagt ekki séð lappalausa mannesku fyrr. Þar við sat góða stund, og vá hvað maður getur nú verið mikill aumingji. Svo ákvað vinkonan að halda áfram svo ég komst úr stólnum en ekki sat ég lengi í herberginu eftir þetta, en nú er hún hér á vappi einhversstaðar og ekki laust við að það trufli mig aðeins. Vona bara að minn ástkæri eiginmaður verði komin heim mér til bjargar ef hún skildi nú sýna sig aftur.

Svo í gærkvöldi var ég að taka úr þvottavélinni, þá hrökk ég í kút, því lítill forskur var kominn inní þvottahúsið og tók auðvitað heljarstökk þegar hann varð var við mig.  En þar sem Atli var nú heima kallaði ég á hann, og var hann snöggur að koma hefur sjálfsagt heyrt á rödd minni að nú væri eitthvað ekki í lagi.  Svo honum tókst að veiða froskinn í nestisdolluna sína og gaf honum líf með því að setja hann út í garð. 

Við vorum svo heppinn að engvir geitungar voru hér í haust, þökk sé rigningasumrinu mikla. En nóg er af mugg og sækir hann ferlega inní hús á haustin. Þetta eru nú meiri bölvuð kvikindin, stinga mann allt sumarið og halda svo að þau fái húsaskjól þegar fer að hausta.  En þær fá enga miskun hér og ég beiti minni ágætu ryksugu grimmt og Atli lætur ekki sitt eftir liggja í veiðiskapnum, en því miður er honum sama hvernig þær látast og þarf ég svo að þrífa líkin af þeim sem hafa smurst frekar ólekert á veggina hjá honum.

Jæja, ekki meiri skordýra og froskasögur í dag.

Eins og alltaf, hafið það sem  best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha Ha Ha,  sé þig alveg í anda hangandi á stólnum.  Þetta er eitt af fá sem ég sakna ekki frá Dk.

Kveðja frá Klakanum. Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:38

2 identicon

Já helv.... kóngulærnar eru ekki skemmtilegar.  En ég segji eins og þú að allt getur vanist.  Fyrst þegar ég kom til Noregs þá gat ég ekki sofið með opinn gluggann, ég var svo hrædd um að stóru kóngulærnar sem hengu fyrir utan gluggan kæmu inn, einnig fór ég ekki að sofa fyrr en ég var búin að kíkja í öll skúmaskot í herberginu. En í dag er allt þetta gleymt.  Ég held nú samt að við höfum minna af þessu en þið í Danmörku.  Kannski betra veðurfar hjá ykkur?? Veit ekki.  Hér er allt gott að frétta.  Mamma og pabbi koma um jólin og verða í 4 vikur, en það eru 5 ár síðan hann komu síðast.  Þannig að ég hlakka rosalega til.  Við erum búin að panta okkur nýjan bíl sem við fáum í desember.  Hondu crv.  Gaman að fylgjast með ykkur.  Bless í bili.

Hermína (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband