Ég er hýr og ég er rjóð.....

Jón er kominn heim.... reyndar Már.   Já, hann er kominn aftur heim eftir rúmlega 3ja vikna veru  á Íslandi.  Við vorum orðin dálítið langleit eftir honum, en Ásdís fullyrti þó að hún saknaði pabba 100 x meira en ég, nú afhverju sagði ég, "jú afþví að hann er vinur minn".  Jú,  ekki skrítið, hún hefur margvísleg hlunnindi þegar hann er heima.  Er t.d. sótt fyrr í SFÓ ið á daginn, þarf ekki að dröslast með móður sinni í matvörubúðina eða hvað það nú er sem þarf að flækjast  og hefur aðgang,  á stundum alla vega, að tölvuleik sem henni finnst voða spennandi.   Svo spurði ég hana hvað við ættum nú að biðja pabba að koma með frá Íslandi. Hún var fljót að svara og bað um FISK...þanning að í vikunni sem er að líða erum við búin að fá soðin ÍSLENSKAN fisk, meira að segja með hamsatólg og alles og þar að auki flatkökur með hangikjöti. umm þetta bragðast ótrúlega vel.   Auðvitað voru flatkökur í matpökkum okkar og þar á meðal mínum og á mánudaginn kjamsaði ég á minni flatköku í morgunmat í vinnunni og naut þess í botn. Ein sem vinnur með mér, kemur upprunalega frá Úkraínu, en hefur búið á Íslandi í 6  ár, og hér í Danmörku í rúmt ár,  hún sló mér þó alveg við, þegar hún tók upp SÓMA samloku, alíslenska og auðvitað með hangikjöti og sagði að þetta væru bestu samlokur sem til væru og það í landi smurbrauðsins.

Núna eru svo börnin komin í haustfrí frá skólanum. Ásdís ætlar þó að mæta í SFÓ ið miðhlutan af vikunni, en Atli nýtur þess að vera í vikufríi,  en strax eftir fríið fer hann í "brobyggning", sem er 4 vikna prufutímabil í Tækniskóla í Vejle og verður hann á meðan alveg í heimavist, en kemur samt heim um helgar, svo það verðu spennandi að sjá hvernig honum gengur í þessu.

En læt hér við sitja í kvöld.

Vona þið eigið góða helgi, og eins og alltaf hafið það sem allra best....Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband