20.10.2007 | 10:33
Laugardagsmorgunn... á náttfötunum
Ennþá á náttfötunum og er búin að vera að kíkja yfir myndir sem eru í vefalbúminu okkar og setja texta inná eitthvað á þeim. Ætla að láta fylgja með linkinn inná myndirnar ef ykkur langar að kíkja, en ætlunin er að setja ennog fleiri myndir þarna inn
Á meðan hefur verið opið fyrir sjónvarpið og síðasta klukkutímann hefur verið í sjónvarpinu efni fyrir heyrnalaus börn og ungmenni. Já, það er sannarlega mikill munur á hvað er í boði hér fyrir þennan hóp miðað við heima.
Annars er bara allt gott héðan. Ég tók mér frí frá vinnu í gær, (föstudag) ætlaði að gera eitthvað skemmtilegt með Ásdísi svona af tilefni haustfrísins, en lítið var úr því, er með einhverja kvefpest í mér og hundlöt, en við fórum samt í bæinn og hún fékk að kaupa sér buxur og peysu og kíktum svo að ganni inní eina heilsubúð og þar rákum við augun í skyr... Já, hér í Danmörku er framleitt skyr í ögologistu mjólkurbúi, sem er ager eftirlíking þess íslenska, svo að Ásdís þekkti umbúðirnar þegar hún sá það í búðinni. Eigum bara eftir að smakka...
Biðjum að heilsa í bili.
http://picasaweb.google.com/ernaogmar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.