Góð heimsókn...

Þó manni finnist lífið oft bara vera vinna, sofa, éta.... þá er nú alltaf nóg um að vera hjá okkur hér í Kolding.  Í gær skruppum við til Nyborg, til að kíkja aðeins á skólann sem  Atli verður kannski í næsta vetur.  Hittum þar tvær konur sem við spjölluðum heilmikið við.  Okkur líst nokkuð vel á þennan möguleika. Þarna eru núna um 80 krakkar og eru þau næstum öll í heimavist.  Heimavistinni er skift upp, eftir hversu mikið aðhald og ró krakkarnir þurfa og svo eru stuðningaðilar sem "passa" uppá sinn skjólstæðing. Þessi skóli er á grunnskólastigi, þar sem þessir krakkar sem eru mikið heyrnarskert og eða heyrnarlaus þurfa oft fleiri ár til að klára skólaskyldu en við hin... og er unnið útfrá hvað hver og einn hugsar sér svo með framhaldskóla og viðkomandi studdur til að ná því markmiði.

Um síðustu helgi fengum við góða heimsókn frá Íslandi, þegar hún Hildur vinkona mín og frænka kom hingað með hann Styrmir (yngsta barn sitt) með sér.  Oooo.... það var hreint frábært að fá þau. Við náðum þvílíkt að njóta okkar saman. Svona leið laugardagurinn: Við tvær byrjuðum á að fara í  bæinn og versla smá.. svo var komið heim og borðað sushi með hvitvíni, svo  fórum við tvær í langan gönutúr og komið heim og eldað og snætt með rauðvínslögg og svo var spilaður Skítakarl við börnin og allir skemmtu sér vel held ég.   Þetta var algört svona við tvær sindrom og Már hugsaði vel um börnin á meðan.   Þau héldu svo til Köben um hádegi á sunnudegi. Bara innilega takk fyrir góða helgi.

Og þar sem veðrið var svo gott, drifum við Már okkur í göngutúr með Ásdísi, Atli nennir nú ekki slíku. og eru hér nokkrar myndir frá þeim göngutúr. 

http://picasaweb.google.com/ernaogmar/2007Haust

 Og að lokum, hafið það sem allra best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemtilegar myndir!

Hlakka til að koma bráðum í heimsókn til ykkar.

"Hótel Mamma" alltaf best.

------ KOSSAR OG KNÚS-----

HAFRÚN

hafrun alda (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:41

2 identicon

Langt síðan ég hef kíkt inn hjá þér.  Ég hef ekkert verið mikið í tölvunni undanfarið.  Dagarnir fjúka og ég búin að vera ansi löt.   Þannig að ég geri það nauðsýnlegasta og ligg svo í sófanum.  Við Valur tökum okkur reyndar göngutúr inn á milli.  Ég er reyndar oft að passa fyrir Jónu dóttir Stefaníu systur en hún er að læra hárgreiðslu og vinnur á stofu hérna í Ålgård.  Þannig að strákurinn Viljar Máni sem er að verða 6 er hérna til kl 20 á kvöldin 2 til 3 í viku.  Í nótt sefur hann en mamma hans er að vinna á morgun.  Annars er bara allt gott.   Ólöf ( 26) er byrjuð að vinna á Color Line og siglir frá Stafangri til Hirtshals.  Líkar henni bara vel.  Lennti í brælunni um daginn og varð ekkert sjóveik.  Ef ykkur dettur í hug að kíkja til Noregs þá eruð þið velkomin.  Kannski verður snjór um páska.  Þeir eru frekar snemma í ár.  Við vinkonurnar í saumaklúbbnum( allar ísl) ætlum að kíkja á CPH í maí.  Við urðum að festa helgi svona langt framm í tímann þar sem allar eru svo uppteknar.  Þannig að ca 23. maí ætlum við að gera innrás í Köben.  Hafið það sem allra best. 

Hermína (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:13

3 identicon

Sæl Erna mín, Gaman að  fá fréttir af ykkur og takk fyrir commentið. Bara allt í góðu hjá okkur sem stendur :) og bestu kveðjur til ykkar

Erna Fr (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband