29.11.2007 | 21:20
Okkar kæru "vinir" !!
Við áttum góða daga med Helga og Hrönn. Hrönn náði sér sem sagt fljótt af veikindunum og lítur út fyrir að henni hafi ekki tekist að smita okkur, allavega hefur ekki borið á neinu ennþá. INNILEGA TAKK FYRIR SKEMMTILEGA DAGA !
Ég hef stundum velt fyrir mér, hvort eitthvað i fari okkar sé ástæða þess að allflestir sem við náum aðeins að kynnast flýta sér að flytja heim...?? Fyrst kynntumst við Hrefnu og Viggó, ég var ekki fyrr orðin örugg á að rata heim til þeirra en þau drifu sig i burtu, fyrst reyndar bara til Sjálands, en svo alla leið til Íslands. Svo Helgi og Hrönn, við Hrönn vorum sálufélagar i Sprogskólanum og áður en honum lauk voru þau líka farin heim!! Ottó og Þórunn héldu þó lengur út, þau voru hér i tvö ár og þekktu okkur eiginlega allan tíman, já þau voru nú bara eiginlega nokkuð seig, enn þau eru samt líka farin heim. Villi og Maja i Genner höfum við reyndar þekkt síðan áður en við fluttum út, þau voru sterklega að hugsa um að flytja heim, en ætla að bíta í skjaldarrendur og reyna að þrauka áfram... Og hún Birna mín, er orðin langþreytt á að búa ekki á Islandi, og íhugar álvarlega að láta slag standa og flytja líka, þó ekki sé komin nein tímasetning hjá henni. En vondandi eru þetta bara tilviljandir einar...
Atli og Ásdís hafa bæði verið heima i dag og í gær með einhverja kvefpest, ekkert þó slæma og Atli ætlar i skólann á morgum en Ásdís verður heima einn dag enn. Eiginmaðurinn þurfti svo að hitta læknir útaf öxlinni, hann er búinn að vera slæmur lengi i henni. Læknirinn hún Else, setti sig í Kínverjastellingu og stakk hann med nálum, já nálastugur ættu að virka og nú er hann með öðruvísi verki i öxlinni, en hún sagði honum að hann gæti þurft að koma aftur.
Og svo er að koma helgi, Hafrún og mín og Hjalti ætla að kíkja til okkar. Ætla ekki að reyna að lýsa fyrir ykkur hvað mér finnst yndislegt að hafa þau svona nálægt okkur. Verst að Adam minn sé svona langt í burtu en hann spjarar sig vel og vona ég að honum gangi vel í jólaprófunum í Vélskólanum.
En til ykkar allra, eigið góða helgi og vona þið eigið rólega og yndislega aðventu framundan...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.