24.12.2007 | 23:28
Gleðileg jól!
Þá er aðfangadagur á enda, og nú verður slappað af Merkilegt með þetta hjá mér að eiga alltaf helling eftir þegar kemur alveg að jólum en held líka bara að það sé hluti af stemmingunni. Börnin fengu fullt af gjöfum, aðalega fötum og eru alsæl, og við líka. Við brugðum útaf vananum með að borða rjúpu á aðfangadag og höfðum króndýrshrygg.-- og namm, allar líkur á að nú verði það tekið fram yfir rjúpurnar, krökkunum fannst þetta mun betra og okkur Már bara líka.
Að öðru leiti var þetta mjög hefðbundið hjá okkur, borðuðum kl. 7, þannig að klukkan var þá 6 heima og hlustuðum við á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin og á islenska guðþjónustu á meðan við sátum við matborðið, bara næstum eins og heima. Kannski ekki eins hefðbundið núna eftir miðnætti, þar sem ég sit fyrir framan tölvuna og Már dormar inní sófa, vant að vera omvent.....
Vonum að þið eigið góð og notalega jól og áramót. Knús og saknaðarkveðjur frá Kolding.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Athugasemdir
Sæl öll og gleðileg jól.
Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar. Hér er farið að snjóa svo það er býsna jólalegt. Vona að þið hafið það gott yfir hátiðirnar. Kveðja, Svava og fjölskylda, Grindavík
Svava Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 15:21
Sæl Erna mín!
Og gleðileg jól! Mikið er ég fegin að hafa fengið hjá þér blogslóðina:) ég gat ekki sent þér jólakort þar sem ég vissi ekki heimilisfangið þitt..:( en gott að geta sent þér smá jóla og nýjárskveðju með tækninni.
Af mér og mínum er allt gott að frétta, Maggi búinn að kaupa sér íbúð í Bryggjuhvefinu, María er á 3ja ári í MS og gengur rosalega vel er á Félagsfræðibraut, Marta er á fyrsta ári í FB og er á Fatahönnunarbraut, ég sit ein efitir í Breiðholtsskóla....:0 kemst örugglega ekki upp úr grunnskólanum.... Mikki er alltaf í Líflandi (MR).
Við systkinin, makar og Eiríkur skelltum okkur til Köben í sepember og tókum kerlinguna hana mömmu með þar sem hún varð 70 ára og héldum við uppá það með dvöl þar um helgi,Ég hafði aldrei komið til Danmerkur áður og ég féll bara killiflöt fyrir landinu:) maður á alveg örugglega eftir að skella sér aftur þangað.
Gott að að það er allt gott á þér og þínum, hafðu endilega samband ef þú skellir þér á klakann það væri BARA gaman að hittast.
Kær kveðja til allra og gleðilegt ár:)
Kveðja,
Tolla
Tolla (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.