Teneriffe, here we come!!!

Ó já... Skjótt skipast veður í lofti, líka í Danmörku, merkilegt nok.  Við mæðgur erum að fara til Teneriffe með Systu (systir Mássa) og Hrólfi næsta miðvikudag, og verðum í 8 daga.  Þetta var herumbil óvart, en þannig var að Systa spruði bróðir sinn hvort hann gæti ekki "Ýtt á nokkra takka" og athugað hvort hann fyndi ekki ferð fyrir þau tvo í sólina. Og sannarlega góðir takkar þetta sem hann Már ýtti á því útkoman varð, að við Ásdís förum meðGrin

Vinnufélögum mínum fannst undarlegt hvað ég hafði lítinn fyrirvara á þessu, enda ekki þeirra stíll að gera þetta með þessu móti. Ásdís fær svo frí úr sínum skóla, við vorum samt alveg látin vita að þetta væri fyrir utan hefðbundin ferietime.

Jardines del Teide Hótelið, Meliá Jardines del Teide

Már og Atli Már, ætla hins vegar að hafa það náðugt hér heima á meðan.

Vona svo að þið hafið það sem best,  ----ég fer í fríið, ég fer í fríið, tralalalala....---

Knús frá Kolding.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ HÆ !

ÉG ER AÐ FARA TIL NYC Í DAG.

BÚIÐ AÐ GANGA VEL HJÁ OKKUR.

ÓTRÚLEGA GOTT HJÁ YKKUR AÐ SKREPPA Í SÓLINA:)

ÉG KEM TIL KOBEN 31 JAN OG FER 1 FEB TIL BERLÍNAR. . .

KOSSAR OG KNÚS

HAFRUN

Hafrun alda (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:03

2 identicon

Hæ hæ

Mér sýnist þú bara vera á góðri leið með að standa við áramótaheitið þitt Við værum alveg til í smá hita hérna á Selfossi, þó ekki væri nema að hitastigið inni í íbúðinni okkar mundi tolla yfir 20 gráðunum. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að það er eitthvað ólag á lagnakerfinu í allri blokkinni hjá okkur og hitinn hefur farið niður í 16 gráður inni Og píparinn sem sér um blokkina er á Kanarí að spóka sig í sólinni á meðan 

Vonandi hafið þið það gott í hlýjunni á Teneriffe

Kv. Frá Selfossi

Valgerður (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:29

3 identicon

Sæl Erna mín. Góða ferð í sólina, það verður bara stór hluti af ættinni þarna suður frá næstu vikurnar! Hér í snjónum er beðið eftir að það fjölgi í Danaveldi. Annars allt gott alls staðar. Bestu kveðjur

Inga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:52

4 identicon

HÆ hæ

Frábært að geta skroppið svona aðeins í hita og sól æði. Góða skemmtun og hafið það sem allra best. Við fáum vonandi ferðsöguna þegar þið komið tilbaka. Góða ferð og góða skemmtun. Kær kveðja frá Kelduhvammi

Þórunn Ísleifsd (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:55

5 identicon

Hæ hæ!

Jiiiiiii en æði, hafðu það bara sem allra allra best á Tenerife Erna mín.
Hlakka til að sjá myndir og lesa ferðasöguna.  Góða ferð.

Bestu kveðjur úr snjónum á Íslandi - Eygló

Eygló (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband