Bloggað frá Tenerife....

Hér höfum við það aldeilis frábært. Huggum okkur  þvílíkt, liggjum í leti og étum útí eitt, en við erum á hóteli þar sem allt er innifalið og við Systa vorum fljótar að finna út að hvítvínið er ágætt, en rauðvínið er barasta ódrekkandi.,..  Hrólfur lagðist í bananaát, svo að birgðirnar kláruðust, en sem betur fer eru þeir ræktaði hér rétt við hótelið, svo þeir voru fljótlega komnir í hús á nýju....

Veðrið gæti alveg verið betra, engin alvöru sólardagur ennþá komið, jú, kannski á laugardaginn, en þá var rosalega hvass svo við kíktum bara aðeins í bæinn. Í gær fórum við svo í Jungle Park, sem er dýragarður með ránfuglum, rándýrum, öpum og fleira og það var virkilega gaman. Okkur langar pínku í góðan sólardag áður en við förum heim (á fimmtudaginn) svo við losnum allavega við spangrænulitinn af okkurAlien. Einnig vantar Ásdísi möguleikan að nota vindsænginga sína, en sundlaugin er svo köld, að við Íslendingarnir gætum ekki með neinu móti hangið í henni, sólin gæti þó bjargað miklu þar líka.

Sendum ykkur svo hlýjar kveðjur frá suðrinu... heyrið frá okkur fljótlega með myndum auðvitað.

Hafið það sem best.---knús frá Tenerife.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölgað í Danaveldi um eina stúlku á afmælisdegi Rósu Hlínar 28.janúar. Mikil haningja í gangi Vonandi hafið þið það gott í sólinni. Nýbökuð amma á kafi í snjó

Inga (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband