9.3.2008 | 17:30
Smá af okkur.
Mætti halda ég væri lömuð eftir Tenerife ferðina, alla vega hef ég ekkert bloggað. Held þó að engu sé hægt að kenna um nema leti....
Höfum átt rólegan febrúarmánuð eða hvað??? Eiginmaðurinn fyllti 45 árin þann 15. Vildi ekki gera neitt úr því, þannig að við fjölskyldan hugguðum okkur bara með góðum mat og Ásdís dundaði við að setja 45 kerti á köku fyrir pabba og hjálpaði honum svo við að slökkva eldhafið.
Þó bóndinn eldist hratt gegnir öðru máli með mig varla vaxin uppúr því að hjóla á þríhjóli.... eða það lét ég allavega hafa mig útí á þorrablóti Íslendingafélagsins, og fór létt með (ekki samt spyrja viðstadda). Þar var frekar fámennt en góðmennt og skemmtun þar sem við skemmtum bara hvort öðru með hinum ýmsustu uppákomum og auðvitað tekur maður fullan þátt í því.
Hafrún og Hjalti kíkktu til okkar þá sömu helgi, og sáu um að transporta með okkur á blótið og heim auðvitað líka. Aldeildis góð þjónusta það.
Svo er bara komið að því að skella sér í páskafrí til Íslands Vonumst til að snjórinn verði ekki farinn, því okkur langar verulega að geta aðeins leikið okkur í honum. Og okkur hlakkar auðvitað ógurlega til að hitta alla í okkar fjallafjölskyldum.... og ekki hvað minnst að sjá nýjasta ættingjann sem fæddist þann 4. mars., þegar þeim skötuhjúium. Hannesi og Guggu (hefði nú verið virðulegra að segja "þeim heiðurshjónum") fæddist myndar drengur, sem er þeirra 4 barn. Hjartanlega til hamingju með hann.
Sem sagt ótrúelga stutt þangað til við hittum ykkur,... og þangað til hafið það sem best.
Knús frá Kolding.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.