16.3.2008 | 00:09
Jeg har travlt !
En finnst það alveg supergaman, því það er af því að við förum til Islands á morgum. Búið að vera að þvo og þurka og pakka. Nokkrar töskur að verða fullar, skil ekki hver ósköpin af öllu mögulegu þarf að fara með okkur heim, en allt saman lífsnauðsynlegur óþarfi og þar með er ekkert skilið eftir. Sem betur fer verða góðir vinir samferða í flugvélina og ætla að tékka með okkur inn, svo vigtin dreyfist, þar sem ég sprengi annars viktarskalann..
Atli brosir breytt, búinn að setja sitt snjóbretti og tilheyrandi í þar til gera tösku og öðru hverju heyrist hátt spiluð tónlist frá herberginu hans og sem óvanalegra er að hann syngur hástöfum með. Heimsætan tekur þessu eins og öðru, með mikillri ró, þó auðvitað sé hún full eftirvæntingar líka.
Svo ætlar Hafrún að hitta okkur útá flugvelli og snæða með okkur á Burger King... en hún ætlar ekki til Íslands núna...
Svo nú sjáumst við bara fljótlega.....knús og góðar kveðjur frá Kolding....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.