Stíflur eftir Íslandsheimsóknina.

Já, segja má að ég hafi verið stífluð eftir Íslandsheimsóknina, í tvennum skilningi.  Við hjónin komum hálf lasin aftur heim til Danmerkur sem og kannski hefur valdið því að ritstíflur hafa líka hrjáð mig og þar að auki ekkert verið nóterað hér.

Sem sagt við áttum góðan túr til Íslands, ef frá er dregin þessi blessuð flensa sem lagði okkur hjónin og fleiri ættinga í hringum okkur. Atli stóð þetta allt saman af sér og var á tímabili farinn að gegna lykilhlutverki í sveitinni, þar sem flestir aðrir voru bara við bælið og hann tók að sér að fóðra dýrin.  Hann komst líka á bretti, fór í góðan túr á snjósleða og átti margar stundir með Magga og fleiri vinum sínum, svo hann var mjög sáttur.  Ásdís hafði verið veik hér, fyrir Íslandstúrinn, svo hún var líka hress. Hitti allar stelpurnar í Ólafsvík, og krakkana á Kolbeinsá, fékk að fara á hestbak og halda sjálf í tauminn og var nærri því dottin, en fannst það standa uppúr.  Hún hélt uppá afmælið sitt í sveitinni og margt var um manninn og svo fékk hún extra dekur hjá ömmu Ásdísi og Systu í tilefni af afmæli.  Þær héldu svo okkur  hjónum  90 ára afmælisveislu og við fengum gjafir rétt eins og við værum hreinlega orðin níræðBlush  Marga góða vini hittum við líka, og aðra náðum við ekki að hitta eins og gengur, það verður bara næst.

  Í dag erum við svo að undirbúa afmæli fyrir stelpurnar i bekknum hennar Ásdísar.  Þær mæta hér kl. 11 í fyrramálið og það er nú heldur betur spenningur hjá minni dömu, sem hangir hér á öxlinni á mér og syngur mamma, mamma, hvenær eigum við að baka..??? Svo nú er best að snúa sér að því.

Set svo fljótlega myndir inn frá Íslandi. -- Knús og góðar kveðjur frá Kolding.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÞITT KÆRA VINKONA

FRÉTTI AÐ ÞÚ HEFÐIR REYNT AÐ HRINGJA Í DAG

RISA AFMÆLIS KNÚSSSSSSS

KVEÐJA BRJÁLAÐA BÍNA

GÓLÍNA (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband