Gleðilegt sumar !!

Hér er ekkert frí þó sumardagurinn fyrsti sé á Íslandi. Venjulegur fimmtudagur i dag en við höfðum frí síðasta föstudag, en þá var Den store Bededag, þ.e. einn bænadagurinn enn sem við á Íslandi höfum ekki tileinkað okkur..

Það var því löng helgi, og var hún vel nýttWink.. Hafrun og Hjalti komu til okkar og Hjalti var í málningargallanum næstum alla helgina og málaði glugga og hurðir að utan. Við fengum svo fleiri góða gesti er Eygló vinkona mín (sem vann með mér í Verkstjóraf.)  kom með Evu Lind dóttir sína og hann Þengil sjarmatröll.. Við áttum hér góðar stundir og gátum verið mikið útivið, þar sem segja má að vorið hafi komið og leið og þær og tíminn var vel nýttur og nóttin líka, enda alltaf gaman að spjalla við skemmtilegt fólk.

Eigum svo von á rólegri helgi núna, verðum hér bara 3 að rolast, en Már er farinn til Íslands í stutta heimsókn, en hann kemur aftur til okkar fyrir 6 maí.

Sendum góðar sumarkveðjur til ykkar á fróni.. hafið það sem best. -- Knús frá Kolding.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband