4.5.2008 | 18:54
Friðrik Hrafn.
heitir litli frændi minn, en hann var skírður i dag.... Ég hef ekki neina nýja mynd af honum til að sýna, en hann ku vera stór og stæðilegur og getur státað af því að hafa verið 7 kg. þegar hann var 7 vikna, og hef ég ágætar heimildir fyrir því að hann minni þónokkuð á sumóglímukappa... en allt meint í góðu og hann er auðvitað miklu sætari en þeir.
Hins vegar hef ég hér mynd af stelpunum mínum sem var tekin í góða veðrinu hér um helgina. Já, útlit er fyrir að sumarið sé komið, alla vega er spáin fyrir næstu viku sól, og meiri sól og yfir 20 stiga hiti Við áttum líka góða og langa helgi. Fékk til mín þau Stínu og Bjössa, sem gistu hjá mér eina nótt, og við kellurnar sem höfum verið duglegar að mæta og labba á fimmtudagskvöldum í vetur fannst við mega verðlauna okkur og grilluðm saman hér, og höfðum það huggó. Svo nutum við þess bara að eiga frí og slappa af og dulluðum okkur smá i garðinum, bara súper ljúf og góð helgi.
Er svo ekki ljúft að eiga 5 daga vinnuviku framundan,? óska ykkur ánægulegra vinnuviku og ég sendi góða strauma til ykkar sem eru að glíma í prófum.. Adam minn, stattu þig vel!! og Inga, ég hringi í þig þegar þú verður búin.
Knús til ykkar allra, frá okkur hér í Kolding...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Erna mín og til hamingju með litla frændann sem er stór og stæðilegur. Ég hef aðeins séð hann. Prófin loksins búin en ég veit ekki árangurinn enn, er ansi tæp finnst mér. Aldrei aftur próf!! Það er eins og ég sé laus úr prísund núna, loks get ég prjónað o.fl. með góðri samvisku!! Guðrún og Luna koma 15.júní en Kasper í júnílok. Úff það er enn rúmur mánuður þangað til! Bestu kveðjur til allra. Inga
Inga (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.