8.7.2008 | 17:02
Ætti ég kannski að blogga...??
Þetta er orðið ótrúlega erfitt eitthvað. Nenni hreint ekki að blogga lengur, ekki það að skei aldrei neitt. Alltaf nóg um að vera
Byrja á að segja ykkur, sem ekki vitið það nú þegar, en ég verð mormor í lok nóvember... Hafrún mín ætlar sem sagt að gera mig af ömmu. Þetta vefst aðeins fyrir Ásdísi minni. Spruði mig hvort ég væri nokkuð nógu gömul til að verða amma?? Svo kom nokkrum dögum seinna hjá henni, " Ég er ekki viss um að þú sért nógu gömul til að verða amma: Nú afhverju ekki, sagði ég?? "Afþví að þú ert ennþá með allar tennurnar þínar. Skil ekki alveg hvar hún nær i ömmumyndina, jú og þó......
Atli útskirfaðist úr Fredericiaskóla um daginn og vá, ég var svo stolt af honum. Ég verð nú eiginlega að setja inn umsögnina sem hann fékk frá kennaranum.: "Áhugi Atla fyrir náminu í skólanum hefur þróast jákvætt síðustu ár. Hann vinnu af áhuga við þau verkefni sem höfða til hans og með sjálfstæð verkefni. Atli er duglegur að nota tölvuna við vinnslu verkefna. Atli er góður og skemmtilegur strákur með mikin húmor. Og hefur átt góð samskifti við skólafélaga og kennara skólans og get ég gefið honum bestu meðmæli" þetta er þýtt frá aðalkennara hans honum Kasper...
Atli er nú kominn í sveitasælun á Íslandi og ætlum við hin svo að elta hann, en við eigum flug heim 24 júli, og ætlum að vera eina eða tvær vikur á landinu fagra. Már er nú loksins að komast í aðgerð á öxlinni, en hún verður á fimmtudaginn kemur og vonadi fær hann sig betri við það.
Annað er bara við það sama.. vinna, sofa, éta. Búin að hafa góða gesti hjá okkur í vor, fengum tengdapabba minn til okkar i tvær vikur, hann tók að sér hin ýmsu verkefni varðandi húsið, málaði og flísalagði og snuddaði og fegraði í hringum okkur, alveg ómetalegt Svo komu til okkar brottfluttir Koldingbúar og vinir okkar, Ottó og Þórunn og það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn. Og þar sem engin var á leiðinni til okkar mán. mót júl/ágúst ákváðum við að skella okkur bara í heimsókn til ykkar í staðinn, og nú munum við bara að fara með bænirnar okkar og biðja um að við höldum heilsu í næstu heimsókn til Íslands
Sem sagt við sjáumst að vörmu.... Knús og klemmur frá okkur í Kobbelskoven 59.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Blessuð nafna :) Jæja þú ert þá bara að komast í ömmuhópinn :) Það verður örugglega gaman .......ég er bara r ömmusystir og þykir það bara ákaflega skemmtilegt :) Varð nú að kvitta á þig og góðar kveðjur til ykkar
Erna Friðriksdóttir, 16.7.2008 kl. 16:38
Hehehe barnapían mín að verða amma, jahérnahér....annars verður barnið sem þú passaðir fyrir mig 31 árs á morgun (22.júli), knús til þín
Svanhildur Karlsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.